Samantekt um þingmál

Brottnám líffæra

34. mál á 143. löggjafarþingi.
Silja Dögg Gunnarsdóttir.

Markmið

Að auðvelda líffæragjafir látinna einstaklinga.

Helstu breytingar og nýjungar

Að gera ráð fyrir ætluðu samþykki við líffæragjöf þegar um er að ræða látinn einstakling. Þannig verði látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um brottnám líffæra nr. 16/1991.

Kostnaður og tekjur

Kemur ekki fram í frumvarpi.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir voru flestar fylgjandi fjölgun líffæragjafa. Bent var á nauðsyn almennrar fræðslu um mikilvægi líffæragjafa. Einnig var lögð áhersla á þjálfun heilbrigðisstarfsfólks í að ræða við aðstandendur. Í sumum umsögnum var lögð áhersla á mikilvægi samþykkis sjúklinga frekar en ætlaðs samþykkis. Bent var á að ekki væru allir einstaklingar færir um að andmæla líffæragjöf sökum æsku, veikinda eða fötlunar.

Afgreiðsla

Samþykkt var að vísa frumvarpinu til ríkisstjórnarinnar.

Aðrar upplýsingar

Runólfur Pálsson (2005). Líffæragjafir á Íslandi : betur má ef duga skal. Læknablaðið 91(5) s. 404-405.
Sigurbergur Kárason o.fl. (2005). Líffæragjafir á Íslandi 1992–2002. Læknablaðið 91(5) s. 417-422.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af sundhedsloven LBK nr 913 af 13/07/2010.
12. kafli einkum gr. 53.

Noregur
Lov om transplantasjon, sykehusobduksjon og avgivelse av lik m.m. [transplantasjonsloven].  LOV-1973-02-09-6.
Greinar 1 og 2.

Svíþjóð
Lag ( 1995:831) om transplantation m.m.
Sjá einkum greinar 3 og 4.

Finnland
Lag om användning av mänskliga organ, vävnader och celler för medicinska ändamål 2.2.2001/101.
Sjá einkum 4. kafla, 9. gr.

Fjölmiðlaumfjöllun

Eftirspurn eftir líffærum eykst. Morgunblaðið 31.1.2014.
Líffæraskortur á Íslandi. Visir.is 30.1.2014.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Gjöfin stóra. Fréttablaðið 1.2.2014.
Þriðjungur hafnar líffæragjöf. Visir.is 31.1.2014.


Síðast breytt 19.05.2014. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.