Samantekt um þingmál

Fjármálafyrirtæki

522. mál á 143. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að aðlaga íslenskan rétt nýju regluverki ESB á sviði fjármálamarkaðar.

Helstu breytingar og nýjungar

Breytingarnar snúa einkum að þeim ákvæðum sem fjalla um starfsleyfi, eftirlitskerfi með áhættu, virka eignarhluti, stjórn og starfsmenn fjármálafyrirtækja, innri stjórnarhætti, starfskjör og kaupaukastefnu fjármálafyrirtækis, stórar áhættuskuldbindingar, eigið fé o.fl. Þá er lagt til að sérstakur eiginfjárauki (e. Capital Buffer) verði innleiddur í íslenskan rétt sem felur í sér að fjármálafyrirtæki þurfa að halda sem nemur 2,5% af áhættugrunni.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum um fjármálafyrirtæki, nr.  161/2002.

Kostnaður og tekjur

Hefur lítil sem engin áhrif á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Ekki var mælt fyrir málinu.

Aðrar upplýsingar

Basel III staðallinn, sem verið er að innleiða í Evrópulöggjöf: Basel III: A global regulatory framework for more resilient banks and banking systems (revised 2011). Basel: Basel Committee on Banking Supervision.

Tilskipun 2013/36/ESB sem byggir á Basel III.

Reglugerð 2013/575/ESB (CRR) sem byggir á Basel III.



Síðast breytt 21.05.2014. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.