Samantekt um þingmál

Úrskurðarnefnd velferðarmála

207. mál á 144. löggjafarþingi.
Félags- og húsnæðismálaráðherra.

Markmið

Að auka hagkvæmni og bæta vinnubrögð með því að sameina sjö úrskurðar- og kærunefndir í eina nefnd.

Helstu breytingar og nýjungar

Sjö nefndir af þeim níu sem nú starfa á málefnasviði velferðarráðuneytisins verða sameinaðar. Í nýju nefndinni verða níu nefndarmenn í stað 21 í eldri nefndum. Formaður og tveir varaformenn verða skipaðir í fullt starf.
Ekki er gert ráð fyrir að kærunefnd jafnréttismála falli undir úrskurðarnefnd velferðarmála að svo stöddu. Það sama á við um úrskurðarnefnd um ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðingar.

Kostnaður og tekjur

Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs verði 49,3 milljónum kr. hærri en gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins 2014.

Umsagnir (helstu atriði)

Í mörgum umsögnum kom fram stuðningur við markmið frumvarpsins. Umsagnaraðilar lýstu margir þeim áhyggjum að vegna fjölda málaflokka sem undir úrskurðarnefndina heyra muni skorta nægilega sérfræðiþekkingu á einstaka málaflokkum.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Kærunefndir á vegum velferðarráðuneytisins.


Síðast breytt 01.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.