Samantekt um þingmál

Rauði krossinn á Íslandi og merki Rauða krossins, hálfmánans og kristalsins

243. mál á 144. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að viðurkenna Rauða krossinn á Íslandi með formlegum hætti í lögum.

Helstu breytingar og nýjungar

Skýrt er kveðið á um stöðu Rauða kross Íslands sem sjálfstæðs og óháðs félags sem starfi að mannúðarmálum í samræmi við Genfarsamningana. Merki félagsins er veitt sérstök vernd gegn misnotkun og kveðið á um að öðrum en Rauða krossinum sé óheimilt að nota nafn félagsins og merki til auðkenningar á starfsemi, þjónustu eða vöru eða í öðrum sambærilegum tilgangi.

Kostnaður og tekjur

Ekki er reiknað með auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Engar umsagnir bárust.

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum með þeirri breytingu að merki Rauða hálfmánans og Rauða kristalsins voru einnig skilgreind í lagatextanum.

Aðrar upplýsingar

Genfarsamningarnir.
Viðbótarbókun við Genfarsamningana frá 8. desember 2005 (III. bókun).

Löggjöf á Norðurlöndum
Finnland
Lag om Finlands Röda Kors 25.2.2000/238.
Lag om användningen av vissa internationellt skyddade beteckningar 21.12.1979/947.

Svíþjóð
Lag ( 2014:812) om skydd för kännetecken i den internationella humanitära rätten.

Noregur
Anerkjennelse av Norges Røde Kors' rett til til bruk av navn og emblem som Norges nasjonale forening i samsvar med Genève-konvensjonene FOR-2009-08-21-1148.

Danmörk
Cirkulæreskrivelse om Røde Kors-mærket CIS nr 9738 af 21/03/2002.Síðast breytt 20.11.2014. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.