Samantekt um þingmál

Raforkulög

305. mál á 144. löggjafarþingi.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Markmið

Að innleiða tilskipun ESB.

Helstu breytingar og nýjungar

Settar eru í íslensk lög reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns auk ákvæða er snúa að neytendavernd.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á raforkulögum nr. 65/2003.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á nettóstöðu ríkissjóðs.

Umsagnir (helstu atriði)

Athugasemdir umsagnaraðila tengjast einkum hugsanlegum hagsmunaárekstrum Landsnets og skipulagsvaldi sveitarfélaga.

Afgreiðsla

Lítilsháttar breytingar voru gerðar á frumvarpinu. Bætt var við ákvæði um að ráðherra ætti að leggja fram á Alþingi á fjögurra ára fresti, eigi síðar en í október 2016, tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/72/EB um sameiginlegar reglur fyrir innri markað raforku.

Fréttatilkynning á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um frumvarpið með tenglum í gögn sem tengjast málinu 22.10.2014.

Orkustofnun

LandsnetSíðast breytt 11.08.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.