Samantekt um þingmál

Farmflutningar á landi

503. mál á 144. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi lögum í tengslum við lögfestingu heildarlöggjafar um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni og mæta þörf á auknu eftirliti með farmflutningum. Að lögfesta nauðsynlegar breytingar vegna EES-samningsins.

Helstu breytingar og nýjungar

Í frumvarpinu er að finna auknar heimildir til Samgöngustofu til að hafa eftirlit með og framfylgja því að þeir sem stunda farmflutninga gegn endurgjaldi séu með rekstrarleyfi.  

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um fólksflutninga og farmflutninga á landi nr. 73/2001.

Kostnaður og tekjur

Verði frumvarpið lögfest óbreytt er gert ráð fyrir að kostnaður Samgöngustofu geti aukist lítillega vegna aukinnar vinnu í tengslum við leyfisveitingar og eftirlit stofnunarinnar.

Umsagnir (helstu atriði)

Nokkrar umsagnir bárust og voru viðbrögð við frumvarpinu misjöfn. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins töldu frumvarpið óþarft. Landssamband vörubifreiðaeigenda taldi meðal annars útilokað að frumvarpið næði ekki yfir flutningstæki sem ekki ná 45 km hámarkshraða á klukkustund.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf og reglur á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om godskørsel  LBK nr 1051 af 12/11/2012.

Noregur
Lov om yrkestransport med motorvogn og fartøy (yrkestransportlova)  LOV-2002-06-21-45.
Forskrift om yrkestransport innenlands med motorvogn og fartøy (yrkestransportforskriften)  FOR-2003-03-26-401.

Svíþjóð
Yrkestrafiklag ( 2012:210).

Finnland
Lag om kommersiell godstransport på väg  21.7.2006/693.


Síðast breytt 07.08.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.