Samantekt um þingmál

Farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni

504. mál á 144. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að setja heildstæð lög um farþegaflutninga og aðlaga löggjöfina EES-rétti.

Helstu breytingar og nýjungar

Reynt er að færa skipulag almenningssamgangna nær notendum og hagsmunaaðilum með því að koma á samráðsvettvangi. Lagt er til að Vegagerðinni verði heimilt að framselja einkarétt á reglubundnum farþegaflutningum til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar frá gildandi lögum um leigubifreiðar. Einkaleyfishöfum, sem sinna reglubundnum farþegaflutningum á ákveðnum leiðum, verður heimilt að nota bíla sem taka færri en níu farþega og Samgöngustofa fær heimild til að veita sérstök leyfi til þjónustu við ferðamenn á bifreiðum fyrir átta manns eða færri. Einnig er að finna í frumvarpinu almenn ákvæði um leyfisveitingar.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um fólksflutninga og farmflutninga á landi nr.  73/2001.
Lög um leigubifreiðar nr. 134/2001.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að viðbótarkostnaður vegna lögfestingar frumvarpsins verði fjármagnaður með auknum tekjum Samgöngustofu af leyfisgjöldum.

Umsagnir (helstu atriði)

Margar og ítarlegar  umsagnir bárust um frumvarpið, einkum frá félögum bifreiðastjóra, rekstraraðilum leigubifreiðastöðva og sveitarfélögum.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf og reglur á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om trafikselskaber LBK nr 323 af 20/03/2015.
Bekendtgørelse af lov om buskørsel LBK nr 1050 af 12/11/2012.
Bekendtgørelse af lov om taxikørsel m.v. LBK nr 107 af 30/01/2013.

Noregur
Lov om yrkestransport med motorvogn og fartøy (yrkestransportlova)  LOV-2002-06-21-45.
Forskrift om yrkestransport innenlands med motorvogn og fartøy (yrkestransportforskriften)  FOR-2003-03-26-401.

Svíþjóð
Yrkestrafiklag ( 2012:210).
Yrkestrafikförordning ( 2012:237).

Finnland
Kollektivtrafiklag  13.11.2009/869.


Síðast breytt 03.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.