Samantekt um þingmál

Stjórn vatnamála

511. mál á 144. löggjafarþingi.
Umhverfis- og auðlindaráðherra.

Markmið

Að innleiða vatnatilskipun ESB að fullu, þ.e. 9. gr.

Helstu breytingar og nýjungar

Innleiða á gjaldtöku á notendur vatns vegna vatnsþjónustu í samræmi við nytjagreiðslu- og mengunarbótaregluna. Nytjagreiðslureglan byggir á því að þeir sem nýta náttúruauðlindir sér til ávinnings greiði þann kostnað sem fellur til við verndun og viðhald þessara auðlinda en mengunarbótareglan, oft nefnd greiðsluregla, gengur út frá því að þeim sem mengar umhverfi með starfsemi, sem eðli sínu samkvæmt getur verið skaðleg umhverfinu, beri að greiða kostnað sem hlýst af menguninni.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011.

Kostnaður og tekjur

Eykur útgjöld ríkissjóðs um 33,5 milljónir árið 2015 og 18,5 milljónir árið 2016. Ekki er gert ráð fyrir þessum útgjöldum í fjárlögum ársins 2015.

Umsagnir (helstu atriði)

Þeir umsagnaraðilar sem leggjast gegn frumvarpinu, t.d. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samorka, telja meðal annars að ráðuneytið misskilji vatnatilskipunina og greiðsluregluna.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Vatnatilskipun Evrópusambandsins 2000/60/ESB.

Upplýsingasíða Umhverfisstofnunar um stjórn vatnamála.

 



Síðast breytt 07.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.