Samantekt um þingmál

Viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.

622. mál á 144. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að skýra og samræma viðurlög við brotum á fjármálamarkaði.

Helstu breytingar og nýjungar

Í aðalatriðum er verið að samræma og skýra viðurlög við brotum en nefna má að hámarksfjárhæðir stjórnvaldssekta á einstaklinga verða hækkaðar úr 20 í 65 milljónir króna. Þá bætist við heimild til þess að ákvarða stjórnvaldssekt með hliðsjón af fjárhagslegum ávinningi hins brotlega og lagt er til að tiltekin brot geti varðað fangelsi allt að sex árum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á 12 lögum sem tengjast fjármálamarkaði.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Gerðar er töluverðar efnislegar athugasemdir við frumvarpið.

Afgreiðsla

Samþykkt með lítilsháttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun 2013/36/ESB  um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlit með þeim.
Tilskipun 2014/91/ESB sem breytir tilskipun um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum að því er varðar verðbréfasjóði (UCITS V).
Tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID II).
Reglugerð nr. 2014/909/ESB um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og miðlægar verðbréfaskráningar (CSD).

Fjármálaeftirlitið:  CRD IV. Samevrópskt regluverk fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.


Síðast breytt 01.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.