Samantekt um þingmál

Verndarsvæði í byggð

629. mál á 144. löggjafarþingi.
Forsætisráðherra.

Markmið

Að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi.

Helstu breytingar og nýjungar

Sveitarfélög verða skylduð til að meta reglulega hvort innan þeirra sé byggð sem ástæða sé til að gera að verndarsvæði. Ákvörðun um að gera byggð að verndarsvæði verður hjá ráðherra sem fer með þjóðmenningarmál.

Breytingar á lögum og tengd mál

Skipulagslög nr. 123/2010.
Lög um menningarminjar nr. 80/2012.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð. Samband sveitarfélaga telur að kostnaðaráhrif frumvarpsins geti orðið talsverð að ákvæðum frumvarpsins óbreyttum.

Umsagnir (helstu atriði)

Margir umsagnaraðilar töldu að sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga væri skertur ef frumvarpið yrði að lögum. Sumir töldu lögin óþörf en aðrir voru ánægðir með markmið frumvarpsins.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með breytingum sem sneru meðal annars að hlutverki sveitarstjórna og skýrara refsiákvæði.

Aðrar upplýsingar

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins 22. maí 2013.


Síðast breytt 29.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.