Samantekt um þingmál

Dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim

644. mál á 144. löggjafarþingi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið

Að heimila innleiðingu reglugerða frá ESB.

Helstu breytingar og nýjungar

Leyfisveiting sem veitir undanþágur frá banni við innflutningi á tilteknum vörutegundum verður alfarið færð til Matvælastofnunar.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim
nr. 25/1993.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnaraðilar gera ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið en benda á að Eftirlitsstofnun EES (ESA) telji að fyrirkomulag leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á fersku kjöti standist ekki.

Afgreiðsla

Samþykkt óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Matvælastofnun.

Reglugerð ESB um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, nr. 1774/2002.

Reglugerð ESB um heilbrigðisreglur er varða aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, nr. 1069/2009.

 

 Síðast breytt 01.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.