Samantekt um þingmál

Efnalög

690. mál á 144. löggjafarþingi.
Umhverfis- og auðlindaráðherra.

Markmið

Að innleiða tilskipanir ESB.

Helstu breytingar og nýjungar

Færa á eftirlit með raf- og rafeindabúnaði frá Umhverfisstofnun til Mannvirkjastofnunar, skerpa á ýmsum atriðum í núgildandi lögum og innleiða tilskipanir sem einkum fjalla um eldsneyti.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á efnalögum nr. 61/2013.

Kostnaður og tekjur

Eykur kostnað ríkissjóðs um 15 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárlögum ársins.

Umsagnir (helstu atriði)

Minni háttar efnislegar athugasemdir koma fram hjá umsagnaraðilum

Afgreiðsla

Samþykkt óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/126/EB um II. áfanga endurheimtar bensíngufu við eldsneytistöku fyrir vélknúin ökutæki á bensínstöðvum.

Tilkipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/30/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis og innleiðing kerfis til að fylgjast með og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/33/ESB um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 517/2014 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.Síðast breytt 01.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.