Samantekt um þingmál

Höfundalög

700. mál á 144. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Að innleiða Evróputilskipun sem ætlað er að tryggja að ekki sé gloppa í aðgengi að menningararfi Evrópu í stafrænu formi. 

Helstu breytingar og nýjungar

Frumvarpið tekur til almenningsbókasafna, menntastofnana, safna, skjalasafna, varðveislustofnana kvikmynda og hljóðrita og útvarpsstöðva sem veita opinbera þjónustu. Skilgreint er hvað telst vera munaðarlaust verk. Tilskipunin heimilar ákveðnum menningarstofnunum að nota verk án heimildar rétthafa ef komist er að þeirri niðurstöðu, eftir ítarlega leit, að viðkomandi verk séu munaðarlaus.

Breytingar á lögum og tengd mál

  • Skylt mál: Höfundalög, 701. mál (mennta- og menningarmálaráðherra) á 144. þingi (07.04.2015)
  • Skylt mál: Höfundalög, 702. mál (mennta- og menningarmálaráðherra) á 144. þingi (07.04.2015)

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir um frumvarpið voru almennt mjög jákvæðar.

Afgreiðsla

Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/28/ESB um tiltekna leyfilega notkun á munaðarlausum verkum. (Bls. 891-898).


Síðast breytt 06.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.