Samantekt um þingmál

Höfundalög

701. mál á 144. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Innleiðing Evróputilskipunar um verndartíma höfundarréttar.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að verndartími tónlistar og söngtexta verði 70 ár frá dánarári þess höfundar sem lengur lifir. Einnig er lagt til að verndartími fyrir rétt flytjenda til hljóðrita af listflutningi þeirra, sem hafa verið gefin út eða gerð aðgengileg almenningi, lengist úr 50 árum í 70 ár. Frumvarpið felur í sér nýtt ákvæði sem heimilar listflytjanda að segja upp samningi um framsal réttinda ef umsamin réttindi eru ekki nýtt í nægilegum mæli. 

Breytingar á lögum og tengd mál

  • Skylt mál: Höfundalög, 700. mál (mennta- og menningarmálaráðherra) á 144. þingi (07.04.2015)
  • Skylt mál: Höfundalög, 702. mál (mennta- og menningarmálaráðherra) á 144. þingi (07.04.2015)

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir voru almennt jákvæðar. Skiptar skoðanir voru þó um nokkur atriði, einkum hvort höfundarréttur ætti að haldast í 70 ár frá andlátsári eða 50 ár.

Afgreiðsla

Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun  Evrópuþingsins og ráðsins 2011/ 77/ESB frá 27. september 2011 um breytingu á tilskipun 2006/116/EB um verndartíma höfundaréttar og tiltekinna skyldra réttinda. (Bls. 360-364).


Síðast breytt 03.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.