Samantekt um þingmál

Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald

704. mál á 144. löggjafarþingi.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Markmið

Að einfalda og laga núgildandi lög að breyttum aðstæðum.

Helstu breytingar og nýjungar

Með frumvarpinu er lagt til að þeir einstaklingar sem óska eftir að starfrækja heimagistingu þurfi ekki lengur að fá rekstrarleyfi heldur nægi þeim að skrá sig og fasteignina á vefsvæði sýslumanns. Aðilum beri þó sem fyrr að uppfylla kröfur um brunavarnir og leigutími fasteignar verði að hámarki átta vikur á ári. Þá eru felld  út viðmið og skil milli flokka sem byggjast á opnunartíma veitingastaða og gert ráð fyrir að umsagnir sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa verði sameinaðar.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á nettóstöðu ríkissjóðs.

Umsagnir (helstu atriði)

Allnokkrar athugasemdir eru gerðar og sýnist sitt hverjum um þessar breytingar.

Aðrar upplýsingar

Fréttatilkynning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um framlagningu frumvarpsins 1. apríl 2015.

Starfsleyfi fyrir heimagistingu.



Síðast breytt 09.06.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.