Samantekt um þingmál

Fjárlög 2016

1. mál á 145. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að sýna áætlanir um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyrir hvert það ár sem í hönd fer og leita heimilda til hvers konar fjárráðstafana, svo sem lántöku og ríkisábyrgða og heimilda til að kaupa og selja fasteignir.

Helstu breytingar og nýjungar

Stefnt er að afnámi tolla á  fatnað og skó, síðar afnámi tolla á tiltekin matvæli. Einnig er stefnt að lækkun tekjuskatts í tveimur áföngum, hækkun barnabóta, hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og hækkun atvinnuleysisbóta. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Gera þarf breytingar á 23 lögum vegna tekjuhliðar og 14 lögum vegna gjaldahliðar frumvarpsins.

Kostnaður og tekjur

Áætlað er að tekjur verði alls 696,3 milljarðar króna. Gjöld verði samtals 681,0 milljarðar og að heildartekjujöfnuður ríkissjóðs verði 15,3 milljarðar króna. 

Aðrar upplýsingar

Hagtölur í myndum.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Fjárlagavefurinn. Safn upplýsinga vegna fjárlaga fyrir árið 2016 á vef fjármálaráðuneytisins.
Ríkiskassinn. Upplýsingavefur fyrir almenning um fjármál og rekstur ríkisins.

Fjársýsla ríkisins
Ríkisreikningur. Rafrænar útgáfur ríkisreikninga.
Ríkisreikningur. Sundurliðun á tekjum og gjöldum ríkisins frá árinu 2004 til dagsins í dag.

Hagstofan
Upplýsingar um efnahagsmál. Helstu vísitölur, mælaborð o.fl.
Fjármál hins opinbera. Útgáfur, talnaefni, fréttatilkynningar.
Efnahagur. Hér er hægt að sækja sögulegar, tölulegar upplýsingar um: Fjármál hins opinbera, þjóðhagsreikninga, þjóðhagsspá, utanríkisverslun og verðlag.

Seðlabanki Íslands
Hagtölur. Seðlabankinn annast skipulega öflun, skráningu og úrvinnslu tölfræðilegra gagna.
Hagvísar Seðlabanka Íslands. Yfirlit efnahagsmála og safn hagvísa.

Fjölmiðlaumfjöllun

Fréttavefir um fjárlagafrumvarpið
ruv.is


Síðast breytt 30.10.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.