Samantekt um þingmál

Haf- og vatnarannsóknir

199. mál á 145. löggjafarþingi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið

Að sameina Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun

Helstu breytingar og nýjungar

Meginatriði gildandi laga um þessar stofnanir halda sér.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög. Lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna nr. 64/1965 (Hafrannsóknarstofnun) og lög um Veiðimálastofnun nr. 59/2006 falla úr gildi.

Kostnaður og tekjur

Talið er að varanlegur sparnaður verði rúmar 50 milljónir á ári en kostnaður á bilinu 100-200 milljónir króna falli til vegna biðlauna og ýmissa breytinga á árunum 2016 og 2017.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir almennt jákvæðar en fram komu áhyggjur af starfsöryggi starfsmanna.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum. Lögin taka gildi 1. júlí 2016. Heiti hinnar nýju sameinuðu stofnunar verður: Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.  

Aðrar upplýsingar

Hafrannsóknastofnun


Síðast breytt 03.12.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.