Samantekt um þingmál

Fullnusta refsinga

332. mál á 145. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti, að varnaðaráhrif refsinga séu virk, að draga úr líkum á ítrekun brota og stuðla að farsælli aðlögun dómþola að samfélaginu. 

Helstu breytingar og nýjungar

Frumvarpið er ítarlegra en núgildandi löggjöf. Í því eru meðal annars ákvæði um stjórnsýslu fangelsismála, fullnustu óskilorðsbundinna fangelsisrefsinga, réttindi og skyldur fanga, menntun fangavarða, rýmkun samfélagsþjónustu, reynslulausn og skilorðsbundnar refsingar og náðun.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um fullnustu refsinga nr. 49/2005.

Kostnaður og tekjur

Áætlað er að útgjöld Fangelsismálastofnunar kunni að aukast sem nemur kostnaði við um tvö störf í tengslum við aukna fullnustu refsingar með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti en af því leiðir á móti sparnaður í rekstri fangarýma. Gert er ráð fyrir að breytingarnar rúmist innan fjárheimilda sem tilheyra þessum málaflokki.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir voru nokkuð jákvæðar en athugasemdir voru gerðar við margar greinar frumvarpsins. 

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum með allnokkrum breytingum. Meðal annars voru breytingar sem vörðuðu 10. gr,. um bakgrunnsskoðanir starfsmanna fangelsa, og í 11. gr. er hugtakið barnaverndaryfirvöld nú skilgreint þannig að það eigi við það ráðuneyti sem fer með barnaverndarmálefni hverju sinni og undirstofnanir þess.

Aðrar upplýsingar

Fangelsismál. Reynslulausn. Meinbugir á lögum. (Mál nr.  6424/2011). Álit Umboðsmanns Alþingis.
Helgi Gunnlaugsson ...[et.al.] (2001).  Ítrekunartíðni afbrota á ÍslandiTímarit lögfræðinga 51 (1), s. 25–42.
Skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010). Ríkisendurskoðun.

Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om fuldbyrdelse af straf m.v.  LBK nr 1242 af 11/11/2015.

Noregur
Lov om gjennomføring av straff mv. LOV-2001-05-18-21.

Finnland
Strafflag 19.12.1889/39.
Kafli 2c.


Síðast breytt 18.03.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.