Samantekt um þingmál

Höfundalög

333. mál á 145. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Að færa ákvæði höfundalaga um réttindi höfunda til samræmis við þróun höfundalaga í öðrum norrænum ríkjum, einkum með tilliti til Evróputilskipunar um höfundarétt í upplýsingasamfélaginu.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að tekið verði upp breytt orðalag um hugtakið eintakagerð og jafnframt lagt til að notað verði orðasambandið  að gera verk aðgengileg í stað hugtaksins  birting. Hugtakið á við um þá heimild sem notendur fá til nota á verkum á grundvelli samningskvaðar. Lagt er til að lögfest verði fjögur ný samningskvaðaákvæði.

Breytingar á lögum og tengd mál

Höfundalög nr. 73/1972.
  • Endurflutt: Höfundalög, 702. mál (mennta- og menningarmálaráðherra) á 144. þingi (07.04.2015)
  • Skylt mál: Höfundalög, 334. mál (mennta- og menningarmálaráðherra) á 145. þingi (10.11.2015)
  • Skylt mál: Höfundalög, 362. mál (mennta- og menningarmálaráðherra) á 145. þingi (24.11.2015)

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir voru almennt jákvæðar en athugasemdir voru gerðar við einstök efnisatriði. Einnig voru í nokkrum umsögnum gerðar athugasemdir við málflutning sem kom fram við fyrstu umræðu um frumvarpið þan 17. nóvember 2015. Má þar nefna umsagnir Fjölís og STEFs.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins  2001/29/EB frá 22. maí 2001 um samræmingu tiltekinna þátta höfundaréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu.

Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om ophavsret LBK nr  1144 af 23/10/2014.

Noregur
Lov om opphavsrett til åndsverk m.v. (åndsverkloven).  LOV-1961-05-12-2.

Svíþjóð
Lag ( 1960:729) om upphovsrätt till litterära och konstnärliga verk.
Upphovsrättsförordning ( 1993:1212).
Internationell upphovsrättsförordning ( 1994:193).

Finnland
Upphovsrättslag  8.7.1961/404.


Síðast breytt 17.02.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.