Samantekt um þingmál

Fasteignalán til neytenda

383. mál á 145. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að stuðla að ábyrgum lánveitingum og tryggja neytendavernd við kynningu, ráðgjöf, veitingu og miðlun fasteignalána til neytenda. 

Helstu breytingar og nýjungar

Gerðar verða almennar kröfur um hæfni, þekkingu og starfskjör starfsmanna lánveitenda og lögð er aukin áhersla á útskýringar sem neytandi á rétt á fyrir lánveitingu. Óheimilt verður að binda samning um fasteignalán því skilyrði að neytandi geri samning um kaup á annarri aðgreindri fjármálaþjónustu. Lagt er til að Fjármálaeftirlitinu verði veitt heimild til að setja reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda að fengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Einnig er lagt til að hámarki uppgreiðslugjalds verði breytt til að stuðla að auknu framboði lána með föstum vöxtum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög en gerðar eru lítilsháttar breytingar á lögum um neytendalán nr. 33/2013, lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 99/1999, lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 og lögum um greiðslur yfir landamæri í evrum nr. 78/2014.

Kostnaður og tekjur

Beinn aukinn kostnaður Neytendastofu er um 15-20 milljónir króna.

Afgreiðsla

Samþykkt óbreytt í meginatriðum.

Aðrar upplýsingar

Neytendastofa.


Síðast breytt 19.10.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.