Samantekt um þingmál

Félagsþjónusta sveitarfélaga

458. mál á 145. löggjafarþingi.
Félags- og húsnæðismálaráðherra.

Markmið

Að skýra ákvæði sem snúa að reglum sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð og eyða óvissu. Að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að ráðherra gefi árlega út leiðbeinandi reglur til sveitarfélaga um framkvæmd fjárhagsaðstoðar þar sem meðal annars sé kveðið á um viðmiðunarfjárhæðir og að sveitarfélögin fái skýrari heimildir til að skilyrða fjárhagsaðstoð félagsþjónustu.
Lagt er til að heimilt verði að kveða á um skerðingu mánaðarlegrar grunnfjárhagsaðstoðar í tvo mánuði í senn. Þá er lagt til að ekki verði heimilt að skerða mánaðarlega grunnfjárhagsaðstoð um meira en helming.
Gerðar hafa verið breytingar á 2. gr. frumvarpsins frá því það var flutt á 144. löggjafarþingi. Snúa þær breytingar meðal annars að því að tilgreind eru skilyrði sem hægt er að setja svo að umsækjandi teljist vera í virkri atvinnuleit.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.  40/1991.
Sjá einnig 129. gr. sveitarstjórnarlaga nr.  138/2011.

Kostnaður og tekjur

Ekki er reiknað með auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.Síðast breytt 17.10.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.