Samantekt um þingmál

Hlutafélög o.fl.

664. mál á 145. löggjafarþingi.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Markmið

Að einfalda lagaum­hverfi vegna stofnunar, skráningar og starfrækslu hlutafélaga og einkahlutafélaga.

Helstu breytingar og nýjungar

Felld eru á brott eða breytt skilyrðum fyrir búsetu stjórnarmanna, stofnenda og fleiri aðila sem koma að stofnun og rekstri hlutafélaga og einkahlutafélaga. Lögð er til breyting á ákvæði laganna um tilkynningar til hlutafélagaskrár, meðal annars þannig að hlutafélagaskrá ákveði á hvaða formi tilkynningarnar og fylgiskjölin skuli vera. 
Einnig eru lagðar til breytingar til þess að stemma stigu við kennitöluflakki í atvinnurekstri. Þær breytingar lúta meðal annars að heimild til að greiða hlutafé við stofnun hlutafélags og einkahlutafélags með kröfu á hendur stofnendum, missi hæfis stjórnarmanna og framkvæmdastjóra hlutafélaga og einkahlutafélaga til setu í stjórn og til að gegna starfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna og afskráningu úr hlutafélagaskrá.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994 auk lítilsháttar breytinga á lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf á Norðurlöndum.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om aktie- og anpartsselskaber (selskabsloven) LBK nr 1089 af 14/09/2015.

Noregur
Lov om aksjeselskaper (aksjeloven). Lov -1997-06-13-44.

Svíþjóð
Aktiebolagslag (2005:551).



Síðast breytt 12.04.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.