Samantekt um þingmál

Útlendingar

728. mál á 145. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að tryggja mannúðlega og skilvirka meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga hér á landi. 

Helstu breytingar og nýjungar

Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar sem stuðla að aukinni þjónustu við útlendinga, sérstaklega umsækjendur um alþjóðlega vernd, erlenda sérfræðinga, námsmenn og rannsakendur. Leitast er við að gera skilyrði dvalarleyfa skýrari og lögð áhersla á að það dvalarleyfi, sem útlendingur sækir um, sé í samræmi við tilgang dvalar hans hér á landi. 
Lagt er til að sett verði á laggirnar móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd þar sem leitast verði við að greina þá sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og sérþarfir þeirra.
Áhersla er lögð á að bæta réttarstöðu barna, sérstaklega fylgdarlausra barna, sem sækja um vernd hér á landi.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi lögum um útlendinga, nr. 96/2002.
  • Skylt mál: útlendingar, 541. mál (innanríkisráðherra) á 141. þingi (24.01.2013)
  • Skylt mál: útlendingar, 560. mál (allsherjar- og menntamálanefnd) á 145. þingi (26.02.2016)

Kostnaður og tekjur

Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs muni aukast um 39,2 milljónir kr. Þar af eru 18 milljónir kr. kostnaður sem greiðist einu sinni. Á móti þessum útgjöldum koma auknar ríkistekjur að fjárhæð 5 milljónir kr. 

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum með allnokkrum breytingum.

Aðrar upplýsingar

Tölfræði hælismála á vef Útlendingastofnunar.

Frumvarp til nýrra útlendingalaga afhent innanríkisráðherra. Frétt innanríkisráðuneytisins 11.12.2015.

Skýrsla nefndar um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins (2012). Reykjavík: Innanríkisráðuneytið.

Skýrsla nefndar um meðferð hælisumsókna (2009). Reykjavík: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af udlændingeloven LBK nr 1021 af 19/09/2014.

Noregur
Lov om utlendingers adgang til riket og deres opphold her (utlendingsloven) LOV-2008-05-15-35.

Svíþjóð
Utlänningslag (2005:716).

Finnland
Utlänningslag 30.4.2004/301.Síðast breytt 09.06.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.