Samantekt um þingmál

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

873. mál á 145. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að samræma lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði.

Helstu breytingar og nýjungar

Ávinnsla lífeyrisréttinda verður aldurstengd og lífeyrisaldur hækkaður í 67 ár þannig að lífeyrisjóðurinn (A-deild) verði sjálfbær og án ríkisábyrgðar. Ávöxtun sjóðsins ákvarðar lífeyrisgreiðslur. Engar breytingar verða á B-deild lífeyrissjóðsins.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997.

Kostnaður og tekjur

Heildarkostnaður hins opinbera er um 130 milljarðar króna og þar af leggur ríkissjóður til um 120 milljarða. Ekki liggur fyrir hvernig framlag ríkissjóðs verður fjármagnað.

Aðrar upplýsingar

Samkomulag um nýtt sjálfbært lífeyriskerfi. 
Sátt um sjálfbært lífeyriskerfi, kynningarefni samningsaðila. Fjármála- og efnahagsráðuneytið 19. sept. 2016.
Samræmt og sveigjanlegra lífeyriskerfi til framtíðar. Fréttatilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytis 19. sept. 2016.


Síðast breytt 21.09.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.