Samantekt um þingmál

Endurnot opinberra upplýsinga

264. mál á 148. löggjafarþingi.
Forsætisráðherra.

Markmið

Að tryggja samræmdar lágmarksreglur um heimil endurnot þeirra upplýsinga sem almenningur á rétt til aðgangs að.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að innleidd verði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/37/ESB um breytingu á tilskipun 2003/98/EB um endurnotkun upplýsinga frá hinu opinbera. Gengið er lengra við að gera stjórnvöldum skylt að heimila endurnot opinberra upplýsinga og þannig er lagt til að útvíkkun heimilda nái til safna, bókasafna o.þ.h. Að auki eru lagðar til breytingar á gjaldtökuheimildum, og að til staðar sé úrskurðaraðili sem fari með ágreiningsmál um aðgang að opinberum upplýsingum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög, en með gildistöku laganna verða breytingar á upplýsingalögum, nr. 140/2012, og lögum um landmælingar og grunnkortagerð, nr. 103/2006.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum þ.á.m. þeirri að horfið var frá gjaldtökuheimild í hagnaðarskyni.

Aðrar upplýsingar


Vefurinn Opin gögn.


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Lov om videreanvendelse af den offentlige sektors informationer  LOV nr 596 af 24/06/2005.

Svíþjóð
Lag om vidareutnyttjande av handlingar från den offentliga förvaltningen  ( 2010:566).


Síðast breytt 20.09.2018. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.