Samantekt um þingmál

Félagsþjónusta sveitarfélaga

27. mál á 148. löggjafarþingi.
Stjórnarfrumvarp. Félags- og jafnréttismálaráðherra.

Markmið

Að innleiða ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks inn í íslenska löggjöf. 

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til breytingar sem lúta að skipulagi, stjórn og hlutverki félagsmála­­nefnda og hnykkt er á eftirlitshlutverki ráðherra. Að auki er lagt til að ferill ágreiningsmála og málskot innan stjórnkerfisins séu gerð skýrari. Kveðið er á um samráð við notendur og gert ráð fyrir sérstökum notendaráðum. Fjallað er um samninga við einkaaðila og starfsleyfisveitingar til einkaaðila sem hyggjast veita þjónustu samkvæmt frumvarp­inu. Loks eru lagðar til breytingar á kaflanum er snýr að félagslegri heimaþjónustu, aksturs­þjónustu og húsnæðismálum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt með lítils háttar breytingum m.a. þeirri að miðað verður við 15 klst. þjónustuþörf á viku til að einstaklingur eigi rétt á NPA-samningi og að ráðherra verði skylt að gefa út reglur eða leiðbeiningar um tilhögun akstursþjónustu.


Síðast breytt 30.04.2018. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.