Samantekt um þingmál

Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum

293. mál á 148. löggjafarþingi.
Stjórnarfrumvarp. Heilbrigðisráðherra.

Markmið

Að koma í veg fyrir notkun tiltekinna efna og lyfja, sem skaðað geta heilsu fólks, í þeim tilgangi að bæta líkamlega frammistöðu. Annað markmið er að efla fræðslu og forvarnir ásamt því að koma í veg fyrir ólögmæta markaðssetningu slíkra efna og lyfja.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til bann við innflutningi, útflutningi, sölu, kaupum, skiptum, afhendingu, móttöku, framleiðslu og vörslu á frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Frumvarpið fjallar ekki um neytendur slíkra efna og lyfja.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög, en með gildistöku laganna verða breytingar á lyfjalögum, nr. 93/1994.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs.

Afgreiðsla

Samþykkt með þeirri breytingu að varsla eða meðferð efna og lyfja skv. 2. gr. skuli aðeins vera refsiverð þegar haldlagt magn efna er umfram það sem talist getur til eigin neyslu.

Aðrar upplýsingar

Lyfjastofnun

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk

Lov om forbud mod visse dopingmidler  LOV nr 232 af 21/04/1999.

Svíþjóð              

Lag om förbud mot vissa dopningsmedel (1991:1969).Síðast breytt 12.06.2018. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.