Samantekt um þingmál

Kosningar til sveitarstjórna

40. mál á 148. löggjafarþingi.
Frumvarp. Andrés Ingi Jónsson.

Markmið

Að lækka kosninga- og kjörgengisaldur í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum. 

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að hver íslenskur ríkisborgari sem hefur náð 16 ára aldri á kjördag í sveitarstjórnarkosningum fái kosningarrétt og þar af leiðandi kjörgengi í samræmi við gildandi lög um kosningar til sveitarstjórna. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998.

Kostnaður og tekjur

Ekki liggja fyrir upplýsingar um kostnað fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla

Frumvarpið gekk til 3. umræðu en ekki voru greidd atkvæði um það.

Aðrar upplýsingar

Creating Democratic Citizens? An Analysis of Mock Elections as Political Education in School (doktorsritgerð Julie Ane Ødegaard Borge við Háskólann í Björgvin, 2016).

Skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar um lýðræðislega þátttöku ungmenna á Norðurlöndum (Youth, Democracy, and Democratic Exclusion in the Nordic Countries) (2017).

Vefsíða um lýðræðisátakið #ÉgKýs á vegum Landssambands ungmennafélaga og Sambands íslenskra framhaldsskólanema.Síðast breytt 13.06.2018. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.