Samantekt um þingmál

Ferðamálastofa

485. mál á 148. löggjafarþingi.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Markmið

Að skýra hlutverk, stjórnsýslu og verkefni Ferðamálastofu, auka hæfni ferðaþjónustuaðila og auka öryggi ferðamanna og stuðla þannig að jákvæðri upplifun þeirra.

Helstu breytingar og nýjungar

Frumvarpið felur í sér nýja löggjöf um Ferðamálastofu, ferðamálaráð og hluta leyfisveitinga í ferðaþjónustu. Helstu breytingar frá gildandi lögum snúa að stjórnsýslu málaflokksins, breytingum á hlutverki og markmiðum Ferðamálastofu, skyldu ferðaþjónustuaðila til að setja sér öryggisáætlun, dagsektarheimild til handa Ferðamálastofu og flutningi ákvæða yfir í lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um skipan ferðamála, nr. 73/2005.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að Ferðamálastofnun þurfi að bæta við þremur stöðugildum og verður sá kostnaður fjármagnaður með flutningi fjármagns milli liða innan málefnasviðs 14 í fjármálaáætlun 2019–2023.

Afgreiðsla

Samþykkt með allnokkrum breytingum. Gerðar voru breytingar á því hverjir geti tilnefnt fulltrúa í ferðamálaráð og ferðamálastjóri skal sitja fundi ráðsins með tillögurétt og málfrelsi en eigi ekki sæti í ráðinu eins og kveðið er á um í frumvarpinu. Hið sama á við um fulltrúa ráðuneytisins. Bætt var við grein um starfsemi upplýsingamiðstöðva. Ýmsar orðalagsbreytingar voru gerðar sem og breytingar á skilgreiningum hugtaka. Enn fremur er gildistöku laganna frestað til 1. janúar 2019.

Aðrar upplýsingar

Ferðamálastofa


Síðast breytt 13.06.2018. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.