Samantekt um þingmál

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

565. mál á 148. löggjafarþingi.
Dómsmálaráðherra.

Markmið

Að draga úr hættu á ólögmætri misnotkun sýndarfjár og hindra að tækniframfarir og frumkvöðlastarf sé misnotað til refsiverðrar starfsemi.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að þjónustuveitendur sýndarfjár og stafrænna veskja falli undir gildissvið laganna sem tilkynningarskyldir aðilar og að þeim verði skylt að skrá sig hjá Fjármálaeftirlitinu og lúta þeim kröfum sem eftirlitið gerir varðandi skráningarskyldu. Að auki er gert ráð fyrir að sömu kröfur verði gerðar til stjórnenda og raunverulegra eigenda sýndarfjár og gerðar eru til sömu aðila hjá gjaldeyrisskiptastöðvum og peninga- og verðmætasendingarþjónustu auk þess sem lagt er til að þeir lúti eftirliti Fjármálaeftirlitsins hvað varðar lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006.

Lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849/ESB frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverkastarfsemi, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins ESB nr. 648/2012, og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/60/EB og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/70/EB.Síðast breytt 12.06.2018. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.