Samantekt um þingmál

Fiskeldi

189. mál á 149. löggjafarþingi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið

Að lagfæra þann annmarka á gildandi lögum að ef rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi er eina úrræði Matvælastofnunar að stöðva starfsemina. 

Helstu breytingar og nýjungar

Gert er ráð fyrir að í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi er fellt úr gildi geti ráðherra að fenginni umsögn Matvælastofnunar, enda mæli ríkar ástæður með, gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða. Það skilyrði er sett að umsókn þurfi að berast innan þriggja vikna frá því að úrskurður var kveðinn upp. Gert er ráð fyrir að rekstrarleyfið megi endurútgefa einu sinni. Lagt er til að Matvælastofnun skuli ekki stöðva rekstur fiskeldisstöðvar fyrr en fyrir liggur hvort sótt verði um rekstrarleyfi til bráðabirgða.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um fiskeldi, nr. 71/2008.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Úrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málum nr. 3/2018 (Arctic Sea Farm) og nr. 5/2018 (Fjarðalax).

Úrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málum nr. 3, 4, 5, 6 og 12/2018.


Síðast breytt 10.10.2018. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.