Samantekt um þingmál

Skógar og skógrækt

231. mál á 149. löggjafarþingi.
Umhverfis- og auðlindaráðherra.

Markmið

Að stuðla að verndun og aukinni útbreiðslu skóga. Að nýta skóga á sjálfbæran hátt.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að ráðherra gefi út eigi sjaldnar en á fimm ára fresti stefnumótandi landsáætlun í skógrækt. Í kjölfarið verði unnar landshlutaáætlanir til fimm ára í senn sem taki til fjáröflunar og útgjalda af hálfu ríkisins til skógræktar. Gert er ráð fyrir að ræktunaráætlanir skuli unnar fyrir alla skóga sem njóta framlaga úr ríkissjóði og að Skógræktinni sé heimilt að taka þátt í samstarfi um skógrækt. Einnig er gert ráð fyrir að halda skuli skrá yfir þá skóga sem ræktaðir eru á Íslandi. Lagt er til að kveðið verði á um svokallaða þjóðskóga. Enn fremur er lagt til að kveðið verði á um sjálfbærni nýtingar og að árleg felling í skógum skuli aldrei vera meiri en árlegur vöxtur þeirra.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um skógrækt, nr. 3/1955, lög um skógrækt á lögbýlum, nr. 95/2006, og lög um skógræktardag skólafólks, nr. 13/1952. Við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um landgræðslu, nr. 155/2018.
  • Endurflutt: Skógar og skógrækt, 407. mál (umhverfis- og auðlindaráðherra) á 146. þingi (31.03.2017)
  • Skylt mál: Landgræðsla, 232. mál (umhverfis- og auðlindaráðherra) á 149. þingi (15.10.2018)

Kostnaður og tekjur

Samþykkt frumvarpsins hefur ekki kostnaðaráhrif á fjárhagsstöðu ríkissjóðs.

Afgreiðsla

Samþykkt með nokkrum breytingum.

Aðrar upplýsingar

Tillögur að nýjum lögum um skógrækt. Greinargerð starfshóps til umhverfisráðherra með tillögum að efni nýrra skógræktarlaga, júní 2012.


Síðast breytt 02.05.2019. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.