Samantekt um þingmál

Meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál

486. mál á 149. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að taka skref í átt að afnámi fjármagnshafta sem sett voru á í kjölfar falls íslenska fjármálakerfisins 2008.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að heimildum til úttekta af reikningum sem háðir eru sérstökum takmörkunum samkvæmt lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum verði breytt þannig að öllum aflandskrónueigendum verði gefið færi á að losa aflandskrónueignir sínar. Einnig eru lagðar til breytingar á umgjörð um bindingarskyldu á fjármagnsinnstreymi sem fela í sér aukinn sveigjanleika á formi bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Þannig yrði mögulegt að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans en hingað til hefur binding einungis verið möguleg með innleggi á bundinn reikning.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016.
Lög um gjaldeyrismál, nr. 87/1992.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á afkomu ríkissjóðs.

Afgreiðsla

Samþykkt með lítils háttar breytingum.


Síðast breytt 01.03.2019. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.