Samantekt um þingmál

Stjórnsýslulög

493. mál á 149. löggjafarþingi.
Forsætisráðherra.

Markmið

Að kveða nánar á um inntak tjáningarfrelsis og þagnarskyldu opinberra starfsmanna.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að settar verði mun skýrari reglur um þagnarskyldu opinberra starfsmanna og hvaða hagsmuni þagnarskyldunni er ætlað að tryggja. Gert er ráð fyrir að kveðið verði á um takmarkanir og brottfall þagnarskyldu sem og skýrt bann við því að starfsmenn stjórnvalda misnoti aðstöðu sína til þess að fá aðgang að upplýsingum sem háðar eru þagnarskyldu. Einnig er gert ráð fyrir að einkaaðilum sé einungis heimilt að nota þær upplýsingar sem þeir fá aðgang að hjá stjórnvöldum og falla undir þagnarskyldu í þágu starfa sinna eða þátttöku við meðferð máls. Enn fremur er lagt til að skýrt sé kveðið á um að undir þagnarskyldu falli ekki upplýsingar um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi starfsmanna stjórnvalda.

Breytingar á lögum og tengd mál

Stjórnsýslulög, nr. 37/1993

Við gildistöku laganna verða einnig breytingar á 80 öðrum lögum.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á afkomu ríkissjóðs.

Afgreiðsla

Samþykkt með nokkrum breytingum.

Aðrar upplýsingar


Nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af forvaltningsloven   LBK nr 433 af 22/04/2014

Noregur
Lov om rett til innsyn i dokument i offentleg verksemd (offentleglova)   LOV-2006-05-19-16.


Síðast breytt 12.06.2019. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.