Samantekt um þingmál

Rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti

634. mál á 149. löggjafarþingi.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Markmið

Að tryggja að örugg rafræn auðkenning og sannvottun sé möguleg til aðgangs að nettengdri þjónustu yfir landamæri sem aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu bjóða einstaklingum og lögaðilum. Að auka traust í rafrænum viðskiptum með því að kveða á um réttaráhrif og kröfur til rafrænna auðkenningarleiða og traustþjónustu.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að reglugerð Evrópusambandsins um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðnum verði veitt lagagildi hér á landi. Reglugerðin nær til fleiri tegunda traustþjónustu en áður auk þess að fjalla um rafræna auðkenningu og skjöl og gagnkvæma auðkenningu á rafrænum auðkenningarleiðum yfir landamæri. Lagt er til Neytendastofu sé falið hlutverk eftirlitsstofnunar með nauðsynlegum valdheimildum og fullnægjandi bolmagni til að inna af hendi verkefni sín í samræmi við 17. gr. reglugerðarinnar. Auk þess er gert ráð fyrir að ráðherra fái heimild til að setja reglugerðir til að innleiða framkvæmdargerðir og framseldar gerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem byggja á reglugerðinni og teknar verða upp í EES-samninginn.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um rafrænar undirskriftir, nr. 28/2001. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 frá 23. júlí 2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðnum og um niðurfellingu á tilskipun 1999/93/EB.


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Lov om supplerende bestemmelser til forordning om elektronisk identifikation og tillidstjenester til brug for elektroniske transaktioner på det indre marked  LOV nr 617 af 08/06/2016.

Noregur
Lov om gjennomføring av EUs forordning om elektronisk identifikasjon og tillitstjenester for elektroniske transaksjoner i det indre marked (lov om elektroniske tillitstjenester)  LOV-2018-06-15-44.

Svíþjóð
Lag med kompletterande bestämmelser till EU:s förordning om elektronisk identifiering  ( 2016:561).


Síðast breytt 11.06.2019. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.