Samantekt um þingmál

Íslenskur ríkisborgararéttur

252. mál á 150. löggjafarþingi.
Dómsmálaráðherra.

Markmið

Að auka skilvirkni, gagnsæi og skýrleika laganna. 

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til breytingar á ákvæðum um biðtíma vegna refsinga auk þess sem lagðar eru til breytingar á skilyrðum fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Þá er lögð til breyting á búsetutíma norrænna ríkisborgara, sem óskað geta eftir íslensku ríkisfangi á grundvelli norræns samnings um ríkisborgararétt. Enn fremur er gert ráð fyrir að tekin verði upp í lögin á ný heimild til endurveitingar íslensks ríkisborgararéttar.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á útgjöld ríkissjóðs.

Afgreiðsla

Samþykkt með lítils háttar breytingum en þeirri helstri að heimilt verður í undantekningartilfellum að víkja frá þeim skilyrðum að umsækjandi um íslenskan ríkisborgararétt sanni á sér deili og framvísi erlendu sakavottorði. Undanþáguheimildin yrði ætluð umsækjendum, eins og t.d. ákveðnum hópum flóttafólks, sem væri ómögulegt aðstöðu sinnar vegna að útvega fullnægjandi gögn um auðkenni eða sakavottorð en uppfylltu önnur skilyrði laganna fyrir veitingu ríkisborgararéttar.


Síðast breytt 30.03.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.