Samantekt um þingmál

Tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda

3. mál á 150. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að auka ráðstöfunartekjur heimila, einkum þeirra tekjulægstu.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að komið verði á fót þriggja þrepa tekjuskattskerfi, í tveimur skrefum, með nýju lágtekjuþrepi í stað tveggja þrepa eins og nú er. Með bráðabirgðaákvæði til tveggja ára er lögð til breyting á því hvernig fjárhæð persónuafsláttar tekur breytingum árlega þar sem gert er ráð fyrir því að skattleysismörk hækki í hlutfalli við vísitölu neysluverðs. Lagt er til að bráðabirgðaákvæði sem kveður á um tengingu fjárhæðarmarka tekjuskattsstofns við vísitölu neysluverðs í stað launavísitölu verði framlengt um tvö ár. Þá er lagt til að neðri tekjuskerðingarmörk barnabóta verði hækkuð.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
  • Skylt mál: Fjárlög 2020, 1. mál (fjármála- og efnahagsráðherra) á 150. þingi (10.09.2019)

Kostnaður og tekjur

Gjöld
Heildarútgjöld barnabóta árið 2020 eru áætluð 13,1 milljarðar kr. á verðlagi ársins og er það hækkun um 1 milljarð kr. á milli fjárlaga 2019 og 2020, á breytilegu verðlagi.

Tekjur
Gert er ráð fyrir að þær breytingar á tekjuskatti sem lagðar eru til í frumvarpinu lækki tekjur ríkissjóðs um 21 milljarð kr. þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda árið 2021.

Afgreiðsla

Samþykkt með lítils háttar breytingum.


Síðast breytt 05.12.2019. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.