Samantekt um þingmál

Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða

341. mál á 150. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að innleiða tvær tilskipanir ESB, þ.á.m. tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Markmið þeirrar tilskipunar er öðru fremur að samræma regluverk á milli aðildarríkja og tryggja einsleitni á innri markaði EES, svo sem varðandi starfsleyfi, skipulagskröfur og eftirlit með rekstraraðilum sérhæfðra sjóða, sem aftur á að tryggja fjármálastöðugleika, auka fjárfestavernd og efla traust og eftirlit á starfsemi slíkra sjóða og rekstraraðila þeirra.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að sett verði ný heildarlöggjöf um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (þ.e. allra annarra sjóða en verðbréfasjóða), sem innleiðir ákvæði tilskipunar ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða í íslenskan rétt. Frumvarpið hefur meðal annars að geyma ákvæði um starfsleyfi rekstraraðila sérhæfðra sjóða, skipulags- og starfsleyfisskilyrði, gagnsæiskröfur, vörsluaðila og markaðssetningu.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á 21 öðrum lögum.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að áhrif á ríkissjóð verði lítil eða engin.

Afgreiðsla

Samþykkt með nokkrum breytingum.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og
2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/14/ESB frá 21. maí 2013 um breytingu á tilskipun 2003/41/EB um starfsemi og eftirlit með stofnunum sem sjá um starfstengdan lífeyri, tilskipun 2009/65/EB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um verðbréfasjóði (UCITS) og tilskipun 2011/61/ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða að því er varðar oftraust á lánshæfismöt.





Síðast breytt 14.05.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.