Samantekt um þingmál

Viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi

389. mál á 150. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Að innleiða tilskipun ESB nr. 2013/55 um breytingu á tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 um samvinnu á sviði stjórnsýslu fyrir tilstilli upplýsingakerfisins fyrir innri markaðinn („reglugerðin um IM-upplýsingakerfið“). Markmiðið með innleiðingu gerðarinnar er að tryggja íslenskum þegnum sem og öðrum EES-borgurum sama rétt og öðrum á Evrópska efnahagssvæðinu til starfa þar sem krafist er faglegrar menntunar og að þeir njóti góðs af þeim nýmælum sem tilskipunin felur í sér.

Helstu breytingar og nýjungar

Með samþykkt frumvarpsins yrði innleidd tilskipun ESB nr. 2013/55 um breytingu á tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 um samvinnu á sviði stjórnsýslu fyrir tilstilli upplýsingakerfisins fyrir innri markaðinn („reglugerðin um IM-upplýsingakerfið“). Lagt er til að EES-borgarar geti sótt um evrópskt fagskírteini til þess að stunda starf sitt í öðru EES-ríki til auðvelda frjálsa för starfsmanna og viðurkenningu faglegrar menntunar yfir landamæri. Einnig er kveðið á um heimild til að veita takmarkaða viðurkenningu til starfa, uppsetningu þjónustumiðju fyrir lögverndaðar starfsgreinar, samræmdar menntunarkröfur og lokapróf, viðurkenningu vinnustaðanáms yfir landamæri og rýni á þörfinni fyrir lögverndun.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010.

Kostnaður og tekjur

Búast má við auknum kostnaði tilgreindra stjórnvalda vegna útgáfu evrópska fagskírteinisins og eftirlits með fagmenntuðum einstaklingum sem sætt hafa agaviðurlögum. Talið er að sá kostnaður geti numið allt að 25 milljónum kr. og verður honum mætt með viðbót við fjárhagsramma embættis landlæknis.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar orðalagsbreytingum til lagfæringar og leiðréttingar.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/55/ESB frá 20. nóvember 2013 um breytingu á tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 um samvinnu á sviði stjórnsýslu fyrir tilstilli upplýsingakerfisins fyrir innri markaðinn („reglugerðin um IM-upplýsingakerfið“).


Síðast breytt 30.03.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.