Samantekt um þingmál

Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða

666. mál á 150. löggjafarþingi.
Félags- og barnamálaráðherra.

Markmið

Að styrkja framfærslu aldraðra einstaklinga sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að einstaklingar, sem búsettir eru hér á landi og hafa annaðhvort alls engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum, öðlist rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur að hámarki numið 90% fulls ellilífeyris almannatrygginga. Breytingin tekur til einstaklinga sem hafa náð 67 ára aldri, hafa fasta búsetu og lögheimili á Íslandi og dvelja hér varanlega. Ef um erlendan ríkisborgara er að ræða skal hann hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur

Kostnaðarmat fylgdi ekki frumvarpinu en velferðarnefnd barst það siðar frá félagsmálaráðuneytinu.

Miðað er við að árlegur kostnaður vegna frumvarpsins geti orðið allt að 530 milljónir kr. Þar sem gert er ráð fyrir því að lögin taki gildi 1. júlí 2020 gerir ráðuneytið ráð fyrir því að kostnaður yfirstandandi árs verði um 280 milljónir kr. auk um 30 milljóna kr. innleiðingarkostnaðar.

Afgreiðsla

Samþykkt með fáeinum breytingum en þeirri helstri að þeir sem hafa rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi voru felldir undir gildissvið laganna.

Aðrar upplýsingar




Síðast breytt 02.07.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.