Samantekt um þingmál

Breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru

683. mál á 150. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að draga úr tjóni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, tryggja að neikvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag vari sem skemmst og skapa aðstæður fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfarið.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir nú í atvinnulífi og efnahag landsins eftir að lýst hefur verið yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar (SARS-CoV-2) sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Að auki eru lagðar til breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að því er varðar tímabundna heimild til úttektar á séreignarsparnaði. Þá er lagt til að lögum um ríkisábyrgðir og Seðlabanka Íslands verði breytt vegna ábyrgðar til að auðvelda viðbótarlán lánastofnana til fyrirtækja.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
Lög um tryggingagjald, nr. 113/1990.
Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Tollalög, nr. 88/2005.
Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Lög um gistináttaskatt, nr. 87/2011.
Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.
Lög um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010.
Sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011.
Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.
Lög um ríkisábyrgðir, nr. 121/1997.
Lög um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019.
  • Skylt mál: þinglýsingalög, 205. mál (dómsmálaráðherra) á 151. þingi (16.10.2020)

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði 8.430 milljónir kr. á árinu 2020, 7.950 milljónir kr. á árinu 2021, 3.600 milljónir kr. á árinu 2022 og 1.900 milljónir kr. á árinu 2023.

Afgreiðsla

Samþykkt með nokkrum breytingum.

Aðrar upplýsingar

Samþykkt ríkisstjórnarinnar 10. mars 2020 um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum af völdum kórónufaraldursins.


Síðast breytt 31.03.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.