Samantekt um þingmál

Barnalög

707. mál á 150. löggjafarþingi.
Dómsmálaráðherra.

Markmið

Að stuðla að sátt og jafnari stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala það upp á tveimur heimilum.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að lögfesta ákvæði um heimild foreldra sem ekki búa saman en fara sameiginlega með forsjá barns til að semja um skipta búsetu barns við tilteknar aðstæður. Einnig er lagt til að lögin beri með sér að forsenda þess að foreldrar semji um sameiginlega forsjá verði sú að foreldrar geti unnið saman á fullnægjandi hátt og haft samráð um málefni barns. Þá er lagt til það nýmæli að barn geti haft frumkvæði að því að sýslumaður boði foreldra til samtals til að ræða fyrirkomulag forsjár, lögheimilis, búsetu og umgengni. Að auki er gert ráð fyrir breytingu á ákvæðum um framfærslu og meðlag með áherslu á aukið samningsfrelsi foreldra.

Breytingar á lögum og tengd mál

Barnalög, nr. 76/2003.
Barnaverndarlög, nr. 80/2002.
Lög um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
Hjúskaparlög, nr. 31/1993.
Lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016.
Lög um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018.
Lög um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019.
Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um útlendinga, nr. 80/2016.
Lög um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl., nr. 160/1995.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir því að árlegur heildarkostnaður ríkissjóðs vegna innleiðingar frumvarpsins verði 4,5 milljónir kr. á árinu 2021 og 6 milljónir kr. frá og með árinu 2022 auk tímabundins kostnaðar að upphæð 1 milljón kr. árið 2020.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af forældreansvarsloven  LBK nr 776 af 07/08/2019.
Bekendtgørelse af lov om børns forsørgelse   LBK nr 773 af 07/08/2019.

Finnland
Lag angående vårdnad om barn och umgängesrätt  8.4.1983/361.
Lag om underhåll för barn   5.9.1975/704.

Noregur
Lov om barn og foreldre (barnelova)  LOV-1981-04-08-7.

Svíþjóð
Föräldrabalk  ( 1949:381).
Socialförsäkringsbalk  ( 2010:110).


Síðast breytt 07.09.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.