Samantekt um þingmál

Gjaldþrotaskipti

815. mál á 150. löggjafarþingi.
Dómsmálaráðherra.

Markmið

Að sporna við misnotkun á hlutafélagaforminu og kennitöluflakki í atvinnurekstri.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til það nýmæli að heimilt verði að úrskurða þann sem ekki telst hæfur til að stýra hlutafélagi vegna skaðlegra eða óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags í atvinnurekstrarbann sem að meginreglu vari í þrjú ár.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.
  • Skylt mál: Almenn hegningarlög o.fl., 796. mál (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) á 149. þingi (30.03.2019)

Kostnaður og tekjur

Áætlað er að fjárhagsáhrif frumvarpsins á ríkissjóð geti numið allt að 35 milljónum kr. og er gert ráð fyrir þeim kostnaði í gildandi fjármálaáætlun.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis.

Stöðvum kennitöluflakk -- tillögur SA og ASÍ (20. júní 2017).

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af konkursloven  LBK nr 11 af 06/01/2014.

Noregur
Lov om gjeldsforhandling og konkurs (konkursloven)  LOV-1984-06-08-58.

Svíþjóð
Lag om näringsförbud  ( 2014:836).


Síðast breytt 07.09.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.