Samantekt um þingmál

Ferðagjöf

839. mál á 150. löggjafarþingi.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Markmið

Að hvetja einstaklinga, sem eru fæddir á árinu 2002 eða fyrr og hafa íslenska kennitölu, að ferðast innan lands. Útgáfa ferðagjafarinnar er meðal þeirra skilgreindu aðgerða íslenskra stjórnvalda til að veita efnahagslífinu og einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu. 

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að stjórnvöldum verði heimiluð útgáfa skattfrjálsrar ferðagjafar að fjárhæð 5.000 kr. til einstaklinga, sem eru fæddir árið 2002 eða fyrr og hafa íslenska kennitölu. Hægt verður að greiða með ferðagjöfinni frá útgáfudegi til og með 31. desember 2020 hjá skilgreindum fyrirtækjum sem hafa starfsstöð á Íslandi og tilgreind eru í 1.–5. tölul. 2. mgr. 1. gr.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög.
  • Skylt mál: Ferðagjöf, 377. mál (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) á 151. þingi (30.11.2020)
  • Skylt mál: Ferðagjöf, 776. mál (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) á 151. þingi (04.05.2021)

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði 1,5 milljarðar króna.

Afgreiðsla

Samþykkt með þeirri breytingu að þeir sem eiga rétt á ferðagjöfinni þurfa að vera með skráð lögheimili á Íslandi. 

Aðrar upplýsingar



Síðast breytt 15.06.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.