Samantekt um þingmál

Kynrænt sjálfræði

20. mál á 151. löggjafarþingi.
Forsætisráðherra.

Markmið

Að lækka aldursviðmið vegna réttar til að breyta skráningu kyns.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að aldur vegna réttar til að breyta opinberri skráningu kyns, og samhliða breyta nafni, miðist við 15 ára aldur í stað 18 ára aldurs. Þá er gert ráð fyrir því að börn yngri en 15 ára geti breytt opinberri skráningu kyns síns með fulltingi forsjáraðila sinna. Gert er ráð fyrir því að þær takmarkanir sem skv. 7. gr. laga um kynrænt sjálfræði gilda um breytingu á skráningu kyns og sam­­hliða nafnbreytingu gildi ekki um einstaklinga yngri en 18 ára.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019
Lög um mannanöfn, nr. 45/1996.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir að samþykkt frumvarpsins hafi neikvæð áhrif á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf í öðrum löndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om Det Centrale Personregister  LBK nr 1297 af 03/09/2020.
Bekendtgørelse af lov om assisteret reproduktion i forbindelse med behandling, diagnostik og forskning m.v.  LBK nr 902 af 23/08/2019.
Bekendtgørelse af sundhedsloven  LBK nr 903 af 26/08/2019.

Írland
Gender Recognition Act 2015  Number 25 of 2015.

Malta
Gender Identity, Gender Expression and Sex Characteristics Act  ACT XI of 2015.

Noregur
Lov om endring av juridisk kjønn  LOV-2016-06-17-46.

Svíþjóð
Lag om fastställande av könstillhörighet i vissa fall ( 1972:119).


Síðast breytt 25.06.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.