Samantekt um þingmál

Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist

202. mál á 151. löggjafarþingi.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Markmið

Að koma til móts við þarfir innlends tónlistariðnaðar, útgefanda og listamanna, í kjölfar breyttra markaðsaðstæðna og rekstrarumhverfis.

Helstu breytingar og nýjungar

Lögð er til sú breyting á skilyrði fyrir endurgreiðslu fyrir útgáfu hljóðritunar að samanlagður spilunartími tónlistar hljóðritana verði 14 mínútur í stað 30.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, nr. 110/2016.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að árleg heildarupphæð endurgreiðslu geti hækkað lítillega, einkum vegna þess að fleiri verkefni muni ná tilskildum viðmiðunarmörkum en áður. Til lengri tíma litið má þó ætla að fyrirhuguð breyting hafi í för með sér tíðari endurgreiðslur frekar en hærri upphæðir. Ekki er þörf á viðbótarfjármagni þar sem fjármunir sem hafa verið ætlaðir til endurgreiðslnanna hafa til þessa ekki verið fullnýttir.

Afgreiðsla

Samþykkt með breytingu á fyrirsögn frumvarpsins.


Síðast breytt 07.12.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.