Samantekt um þingmál

Sjúklingatrygging

371. mál á 151. löggjafarþingi.
Heilbrigðisráðherra.

Markmið

Að treysta skaðabótaréttarlega stöðu þeirra sem kunna að verða fyrir líkamstjóni við eða í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19-sjúkdómnum, sé notað til þess bóluefni sem hérlend heilbrigðisyfirvöld leggja til.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að greiddar skuli bætur til þeirra sem verða fyrir líkamstjóni eftir að hafa gengist undir bólusetningu á Íslandi gegn COVID-19-sjúkdómnum á árunum 2021–2023 með bóluefni sem lagt er til af hálfu íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Gert er ráð fyrir að slíkar bætur greiðist vegna tjóns sem hlýst af eiginleikum bóluefnis eða rangrar meðhöndlunar þess, þ.m.t. við flutning þess, geymslu, dreifingu eða bólusetningu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs geti orðið 128.228.383 kr. á ári næstu tvö árin.

Afgreiðsla

Samþykkt með þeirri breytingu að lögin ná til þeirra sem gangast undir bólusetningu á Íslandi gegn COVID-19 á árunum 2020–2023.


Síðast breytt 18.12.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.