Samantekt um þingmál

Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða

419. mál á 151. löggjafarþingi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið

Að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna Íslands og tryggja þannig trausta atvinnu og byggð í landinu.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að tekin verði upp aflamarksstjórn við veiðar á grásleppu, sandkola í allri fiskveiðilandhelginni og sæbjúgum. Einnig er lagt til að heimilað verði að úthluta aflahlutdeild til veiða á staðbundnum nytjastofnum hryggleysingja þannig að sérstök aflahlutdeild komi fyrir hvert veiðisvæði.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997.
Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á útgjöld ríkissjóðs en hækkun tekna af veiðigjaldi er áætluð á bilinu 30–40 milljónir kr. miðað við forsendur við ákvörðun veiðigjalda, aflamagns í grásleppu árið 2021 og væntra áhrifa afsláttarreglna sem nýtast einkum smærri útgerðum. Þá er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi jákvæð en óveruleg áhrif á sértekjur Fiskistofu.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.


Síðast breytt 24.06.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.