Samantekt um þingmál

Vextir og verðtrygging

441. mál á 151. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að stíga skref til afnáms verðtryggingar á lánum.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að hámarkstími verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda verði 25 ár nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er lagt til að lágmarkstími verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda verði tíu ár í stað fimm ára en með því yrði komið í veg fyrir verðtryggingu allra eða allflestra tegunda neytendalána, þ.e. annarra en fasteignalána.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.

Kostnaður og tekjur

Bein áhrif frumvarpsins á afkomu A-hluta ríkissjóðs eru óveruleg. Þau eru einkum í gegnum vaxtabótakerfið en þar ber að líta til þess að ákvæði frumvarpsins taka aðeins til nýrra lánveitinga og óvíst er hvernig sá hópur sem hefði að öðrum kosti tekið 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán muni haga sínum lántökum og þ.a.l. hver vaxtabyrði hans verður.

Afgreiðsla

Málinu var vísað til ríkisstjórnarinnar eftir 2. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar (3. apríl 2019).


Síðast breytt 24.06.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.