Samantekt um þingmál

Nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni

538. mál á 151. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að tryggja vönduð og fagleg vinnubrögð við ákvörðun um hvort gera eigi sérleyfis- eða rekstrarleyfissamning á tilteknu landsvæði í eigu íslenska ríkisins. 

Helstu breytingar og nýjungar

Með frumvarpinu er markaður lagarammi utan um undirbúning, gerð og eftirfylgni með samning­um vegna nýtingar á landsvæðum í eigu ríkisins. Í frumvarpinu er samningum skipt í þrjár samningstegundir: 1) sérleyfissamninga, sem ganga lengst í nýtingu, bæði er varðar umfang og tímalengd; 2) rekstrarleyfissamninga, sem svipar til sérleyfissamninga en fela ekki í sér eins yfirgripsmikil afnot af landinu; og 3) nýtingarsamninga, sem ekki er ætlað að takmarka fjölda fyrirtækja á svæðinu.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, nr. 47/2004, og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð samanborið við aukna tekjumöguleika og annað hagræði sem það getur skilað við úthlutun á rétti til nýtingar á landi.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum.


Síðast breytt 24.06.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.